ASSITEJ á alþjóðlegum vettvangi

 

ASSITEJ eru alþjóðleg samtök með landsskrifstofur í hátt í 90 löndum. Þau voru stofnuð í París árið 1965 og fagna því 50 ára afmæli sínu árið 2015. Ísland hefur verið meðlimur í samtökunum frá árinu 1990. 

 

Samtökin eru mikilvægasta og sterkasta tengslanet í heimi fyrir listafólk sem gerir sviðslistir fyrir yngri áhorfendur. 

 

Hér fyrir neðan eru dæmi um nokkur þeirra verkefna sem samtökin standa fyrir á heimsvísu. Við hvetjum áhugasama líka til þess að kynna sér vel heimasíðu samtakanna: http://www.assitej-international.org/

Alþjóðlegur leikhúsdagur barna 20. mars

Árlega er alþjóðlegur leikhúsdagur barna haldinn hátíðlegur 20. mars. Sviðslistafólk, leikhús og stofnanir fagna deginum á ýmsan hátt. ASSITEJ hefur á undanförnum árum staðið fyrir herferðinni „Bjóddu barni í leikhús“ eða „Take a Child to the Theatre“ í tengslum við daginn. Smelltu á myndina til að lesa meira um herferðina. 

Internatinal Inclusive Arts Network

IIAN, eða The International Inclusive Arts Network er tengslanet þeirra innan ASSITEJ sem hafa áhuga á sviðslistum með áherslu á fjölbreytileika og án landamæra. Smellið hér til þess að fræðast meira um þetta nýja og spennandi tengslanet samtakanna. 

„Artistic Gatherings“

Árlega stendur ASSITEJ fyrir „Artistic Gathering í tengslum við einhverra þeirra fjölmörgu sviðslistahátíða fyrir yngri áhorfendur sem eru haldnar um heim allan. Þessir viðburðir eru einstakur vettvangur fyrir sviðslistafólk alls staðar að úr heiminum til þess að hittast, bera saman bækur sínar og styrkja tengslin. 

Next Generation

Next Generation er tengslanet innan ASSITEJ sem ætlað er þeim sem eru að byrja að hasla sér völl innan sviðslista fyrir yngri áhorfendur. Smellið hér til þess að fræðast meira um tenglsanetið og viðburði á þess vegum.