Meðlimir / Members

 

Við erum stolt af því að hafa á öll helstu leikhús, sviðslistafólk og -hópa landsins sem gera sviðslistir fyrir yngri áhorfendur á félagaskrá okkar. Smellið á myndirnar til þess að fara á heimasíður hópanna/leikhúsanna. Smellið á höndina til að sjá listann yfir þá sem eru meðlimir sem einstaklingar. Á þessum listum eru allir skuldlausir félagar í febrúar 2015. 

We are proud to represent most theatres and performing arts companies in Iceland which create and produce theatre for young audiences. Click on the pictures below to visit their websites. The pointing hand leads you to a list of our individual members. 

 

 

 

Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús

(Reykjavík City Theatre) Leikfélag Reykjavíkur setur reglulega upp stærri leiksýningar og söngleiki fyrir fjölskyldur auk þess að bjóða upp á smærri sýningar fyrir börn.

Þjóðleikhúsið

(The National Theatre of Iceland) Þjóðleikhúsið hefur allt frá stofnun 1950 lagt mikla áherslu á barnasýningar og leikhúsuppeldi, einkum með glæsilegum sýningum á Stóra sviðinu.

Tjarnarbíó

Heimili sjálfstæðra sviðslista.

Borgarbörn barna- og unglingaleikhus

Sönglist rekur barna- og unglingaleikhúsið Borgarbörn Borgarbörn voru stofnuð árið 2006. Nemendur í listhópum gerast sjálfkrafa meðlimir í Borgarbörnum, barna- og unglingaleikhúsi. Þegar sett eru upp leikrit á vegum Borgarbarna er valið úr þessum hópum.

Glenna

Leikhópurinn Glenna var stofnaður árið 2014. Markmið Glennu er að skapa framsækið leikhús fyrir alla aldurshópa.

Leikhópurinn Lotta

Leikhópurinn Lotta var stofnaður haustið 2006. Hópurinn hefur á hverju sumri síðan ferðast um landið með fjölskyldusýningar sínar sem allar eiga það sameiginlegt að vera sýndar utandyra.

Please reload

Gaflaraleikhúsið

Gaflaraleikhúsið er leikhópur atvinnufólks í leiklist og menningarstarfsemi sem fengið hefur til umráða leikhús að Strandgötu 50 í Hafnarfirði. Leikhópurinn setur reglulega upp sýningar fyrir og með börnum og ungmennum.

Möguleikhúsið

Möguleikhúsið var stofnað árið 1990 og sérhæfir sig í leiksýningum fyrir börn og unglinga. Leikhúsið leggur sérstaka áherslu á farandsýningar.

Brúðuheimar

Brúðuheimar eru til húsa í Þjóðleikhúsinu og eru undir listrænni stjórn Bernds Ogrodnik.

Leynileikhúsið

Hjá Leynileikhúsinu geta ungir leiklistarunnendur sótt fjölbreytt og skapandi námskeið í leiklist.

Bíbí og Blaka

Bíbí og Blaka er hópur listamanna sem að vinnur að danssýningum fyrir yngstu kynslóðina

Miðnætti

Miðnætti sérhæfir sig í vönduðu barnaleikhúsi, en nýlega hafa verkefnin tekið að þróast í ýmsar áttir. Miðnætti vinnur einnig með öðrum leikhópum og listamönnum úr öllum áttum.

Add some more info about this item...

Please reload

Kómedíuleikhúsið

Kómedíuleikhúsið er starfrækt á Vestfjörðum og hefur sett upp ófáar farandsýningar fyrir börn sem fullorðna.

Tíu Fingur

Leikhúsið Tíu fingur var stofnað af Helgu Arnalds brúðugerðar- og myndlistarkonu árið 1993. Leikhúsið leggur áherslu á sjónrænar sýningar fyrir yngstu áhorfendurna.

Kvennfélagið Garpur

Ungar konur í leikhúsi stofnuðu Kvenfélagið Garp árið 2003 með það að markmiði að setja upp sterkar og metnaðarfullar sýningar. Þeim eru sérlega hugleiknar birtingarmyndir kvenna, hlutverk þeirra og hlutverkaleysi í heiminum sem og á sviði.

Furðuleikhúsið

Furðuleikhúsið er rekið af Ólöfu Sverrisdóttur leikkonu.

Please reload

Stoppleikhópurinn

Stoppleikhópurinn er barna- og unglingaleikhús sem leggur áherslu á að setja á svið ný íslensk leikrit og leikgerðir. Leikhópurinn hefur starfað frá árinu 1995.

Lýðveldisleikhúsið

Lýðveldisleikhúsið leggur áherslu á að setja upp samtímaverk fyrir alla aldurshópa og verk þar sem samþættuð eru leiklist, tónlist og dans.

Óperatic

Áhugafélag fagfólks um tónlistarleikhús. Markmið Óperarctic-félagsins er að stuðla að fjölbreytni og kynna þetta listform fyrir börnum.

Please reload