Vigdís kjörin varaforseti ASSITEJ
Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri og formaður ASSITEJ á Íslandi var kjörin varaforseti ASSITEJ á heimsvísu til þriggja ára. á heimsþingi samtakanna sem fram fór í Varsjá í Póllandi í lok maí 2014. Á heimsþinginu komu saman til fundar hundruðir fulltrúa frá þeim tæplega 90 löndum sem eiga aðild að samtökunum, samhliða risavaxinni leiklistarhátíð með úrvali verka frá öllum heimshlutum.
Vigdís hefur setið í framkvæmdastjórn samtakanna síðastliðin þrjú ár en mun næstu þrjú árin gegna hlutverki varaforseta. Í framkvæmdastjórninni sitja auk hennar þrettán fulltrúar úr öllum heimsálfum.
Lista yfir alla meðlimi framkvæmdastjórnarinnar má finna hér.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið veitir ASSITEJ ferðastyrk svo stjórnarseta Vigdísar sé möguleg, enda fundar stjórnin víðs vegar um veröldina.