Ný stjórn ASSITEJ á Íslandi

kaffibolli
Aðalfundur ASSITEJ á Íslandi var haldinn í gærkvöldi í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði.

Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Níu framboð bárust til stjórnar og þurfti því að ganga til leynilegra skriflegra kosninga.

Kosningu lauk þannig að í stjórn eru kjörin:

Vigdís Jakobsdóttir aðalfulltrúi

María Pálsdóttir aðalfulltrúi

Lárus Vilhjálmsson aðalfulltrúi

Charlotte Bøving aðalfulltrúi

Þórhallur Sigurðsson aðalfulltrúi

Tinna Grétarsdóttir varafulltrúi

Aude Busson varafulltrúi

Í valnefnd sviðslistahátíðar buðu sig fram, Tinna Grétarsdóttir, María Pálsdóttir og Ævar Þór Benediktsson og í framkvæmdanefnd sviðslistahátíðar þau Aude Busson, María Pálsdóttir, Tinna Grétarsdóttir, Agnes Wild og Helga Arnalds. Samþykkt að þetta fólk sinni þessum embættum.

Pétur Eggerz víkur nú úr stjórn eftir áralanga stjórnarsetu, eða allt frá stofnun Íslandsdeildar samtakanna 1990. Þar af gegndi hann hlutverki formanns í fjölmörg ár. Stjórn ASSITEJ þakkar honum gott og óeigingjarnt starf í þágu samtakanna.

#aðalfundur #assitej #stjórn #2014

Fylgstu með
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square