Sviðslistahátíðin 2015 í undirbúningi
Valnefnd hefur nú lagt lokahönd á val sýninga á sviðslistahátíð ASSITEJ og verður tilkynnt um valið mjög fljótlega. Hátíðin mun fara fram dagana 21.-25. apríl í Reykjavík í tengslum við Barnamenningarhátíð.
Nú er unnið að því að fullklára dagskrá hátíðarinnar, meðal annars að velja úr umsóknum fyrir smærri viðburði.
Sviðslistahátíð ASSITEJ nýtur stuðnings menningar- og menntamálaráðuneytis, Barnamenningarsjóðs, Reykjavíkurborgar og Barnamenningarhátíðar.
Fylgist með okkur hér og á Facebook síðu samtakanna: https://www.facebook.com/assitej.iceland
#sviðslistahátíð #2015