Tilnefning til Menningarverðlauna DV


Aude Busson_Mynd Sigtryggur Ari DV ehf

Aude Busson og stjórn ASSITEJ á Íslandi voru í dag tilnefnd til Menningarverðlauna DV í flokki danslistar. Í umsögn dómnefndar segir: „Hátíðin hóf annað starfsár sitt með því að tilkynna nafnbreytingu úr Leiklistarhátíð Assitej í Sviðslistahátíð. Nafnbreytingin var svo undirstrikuð með áherslu á dans í verkefnavali hátíðarinnar. Hér sýndi stjórn Assitej mikið hugrekki, tekin var ákvörðun um að taka hefðbundna hátíð og fara með hana í nýja átt. Stjórnin treysti dansinum til að halda merki hátíðarinnar á lofti. Hátíðin, sem bauð upp á þrjú íslensk dansverk fyrir börn og eitt erlent, var hvati fyrir sköpun nýrra barnadansverka og barnadansmynda sem og þróun á fjölbreyttu og skapandi námskeiðahaldi. Ný áhersla bauð upp á breiðara samstarf, nú við Dansverkstæðið í Reykjavík og samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Skemmst er frá því að segja að hátíðin sló í gegn og opnaði aðgengi barna á ýmsum aldri að listdansi.Hátíðin hóf annað starfsár sitt með því að tilkynna nafnbreytingu úr Leiklistarhátíð Assitej í Sviðslistahátíð. Nafnbreytingin var svo undirstrikuð með áherslu á dans í verkefnavali hátíðarinnar. Hér sýndi stjórn Assitej mikið hugrekki, tekin var ákvörðun um að taka hefðbundna hátíð og fara með hana í nýja átt. Stjórnin treysti dansinum til að halda merki hátíðarinnar á lofti. Hátíðin, sem bauð upp á þrjú íslensk dansverk fyrir börn og eitt erlent, var hvati fyrir sköpun nýrra barnadansverka og barnadansmynda sem og þróun á fjölbreyttu og skapandi námskeiðahaldi. Ný áhersla bauð upp á breiðara samstarf, nú við Dansverkstæðið í Reykjavík og samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Skemmst er frá því að segja að hátíðin sló í gegn og opnaði aðgengi barna á ýmsum aldri að listdansi.“

#sviðslistahátíð #assitej #stjórn

Fylgstu með
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square