Dagskrá sviðslistahátíðar 2015
Dagskrá sviðslistahátíðar ASSITEJ árið 2015 er nú aðgengileg hér á heimasíðunni. Á hátíðinni, sem mun standa 21.-25. apríl næstkomandi verður boðið upp á tvær erlendar gestasýningar frá Frakklandi og Ítalíu auk þriggja íslenskra sýninga. Þá verða m.a. í boði danssmiðjur, leiksmiðjur, heimildamynd, sögustund og leiklestur. Allir viðburðir hátíðarinnar eru ókeypis. Valnefnd hátíðarinnar í ár skipuðu þau Ævar Þór Benediktsson, María Pálsdóttir og Tinna Grétarsdóttir. Framkvæmdastjórn hátíðarinnar skipa Aude Busson, Tinna Grétarsdóttir, María Pálsdóttir, Agnes Wild, Helga Arnalds og Vigdís Jakobsdóttir.