On The Edge: Kallað eftir innleggjum

Næsti ársfundur listamanna í ASSITEJ (Artistic Gathering)verður haldinn í júlí 2016 Birmingham. Hátíðin sem fundurinn fer fram á ber nafnið On the Edge og að henni standa ASSITEJ í Bretlandi (TYA UK) og ASSITEJ á Írlandi (TYA Ireland).

Nú er kallað eftir innleggjum á hátíðina í formi vinnusmiðja, verka í vinnslu, fyrirlestra, kynninga á rannsóknum o.s.frv. Umsóknarfrestur er til 30. september 2015.

Þemu hátíðarinnar eru: Þverfagleg listsköpun (Inter-diciplinary Practice) Listamaðurinn sem rannsakandi Nýbreytni í listsköpun Nýbreytni í rannsóknum.

Áhugasamir listamenn geta kynnt sér málið nánar HÉR. Félagsmenn sem hafa hug á að sækja um geta líka leitað til formanns ASSITEJ á Íslandi, Vigdisar Jakobsdóttur, sem er til þjónustu reiðubúin. vigdisjak@gmail.com


Fylgstu með
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square