Aðalfundur ASSITEJ 13. október


Boðað er til aðalfundar ASSITEJ á Íslandi þriðjudaginn 13. október 2015 kl. 20.00-22.00 í Þjóðleikhúskjallaranum við Hverfisgötu.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem vinnuáætlun fyrir veturinn framundan verður kynnt og kosið í vinnuhópa. Tillaga stjórnar um nýja klausu í lögum félagsins verður einnig borin upp en hún er svohljóðandi:

Heiðursfélaga má kjósa á aðalfundi eftir einróma tillögu stjórnar. Kjósa má aðeins einn heiðursfélaga í senn með að minnsta kosti tveggja ára millibili. Heiðursfélagar eru undanþegnir greiðslu félagsgjalda en njóta sömu réttinda og aðrir félagsmenn.

Greinin myndi falla undir 5. Grein laga félagsins um félagsaðild. Núverandi lög ASSITEJ á Íslandi fylgja í viðhengi.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar. Farið yfir starfið undanfarið ár . (Vigdís Jakobsdóttir ofl.)

  2. Skýrsla gjaldkera. (María Pálsdóttir)

  3. Vinnuáætlun fyrir komandi ár kynnt.

  4. Lagabreytingatillögur kynntar og bornar undir atkvæði.

  5. Upphæð félagsgjalda ákvörðuð.

  6. Kosið í stjórn. Endurskoðandi skipaður.

  7. Kosið í vinnuhópa.

  8. Önnur mál.

Léttar veitingar í boði!

Við hvetjum allt fagfólk sem áhugasamt er um barna- og unglingaleikhús til þess að fjölmenna á fundinn. Hægt verður að ganga í félagið á staðnum. Reikningur fyrir félagsgjöldum 2015 hefur verið sendur út. Eingöngu skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum.

Stjórnin

#aðalfundur

Fylgstu með
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square