Ný stjórn ASSITEJ á Íslandi
Aðalfundur ASSITEJ var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi og urðu svolitlar breytingar á stjórn.
Átta voru í framboði um fimm sæti og tvö varasæti en ákveðið var að allir átta frambjóðendur myndu taka sæti í stjórn.
Stjórn samtakanna 2015-2016 skipa:
Agnes Wild Anna Bergljót Thorarensen Aude Busson Lárus Vilhjálmsson María Pálsdóttir Tinna Grétarsdóttir Vigdís Jakobsdóttir Þórhallur Sigurðsson
Þær Agnes og Anna Bergljó eru nýjar í stjórn og eru þær boðnar sérstaklega velkomnar til starfa.
Stjórn mun formlega skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi sem haldinn verður innan tíðar.
Ein lagabreytingatillaga lá fyrir fundinum, sem var samþykkt einróma. Hljómar hún svo:
Heiðursfélaga má kjósa á aðalfundi eftir einróma tillögu stjórnar. Kjósa má aðeins einn heiðursfélaga í senn með að minnsta kosti tveggja ára millibili. Heiðursfélagar eru undanþegnir greiðslu félagsgjalda en njóta sömu réttinda og aðrir félagsmenn.
Greinin mun falla undir 5. Grein laga félagsins um félagsaðild.
