Námskeið í Bunraku brúðuleik

ASSITEJ stendur í samstarfi við leikhópinn Miðnætti að námskeiði í Bunraku brúðuleik í byrjun febrúar. Leiðbeinandi er Sean Garrett úr breska leikhópnum Blind Summit. Sérsök áhersla verður lögð á brúðuleik með óhefðbundnum hlutum og efnum.

Námskeiðið fer fram í húsnæði listkennsludeildar LHÍ í Laugarnesi föstudaginn 5. febrúar kl. 16-20 og frá kl. 10-18 laugardaginn 6. febrúar. Námskeiðsgjald er 18.000 krónur. Skráning fer fram á netfanginu midnaettileikhus@gmail.com. Örfá sæti í boði.

Sean Garratt ASSITEJ Iceland workshop


Fylgstu með
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square