Kallað eftir sýningum og viðburðum á UNGA


Kallað er eftir íslenskum sýningum á UNGA - Sviðslistahátíð ASSITEJ 2016. Stjórn ASSITEJ á Íslandi er mikil ánægja að tilkynna að sviðslistahátíð samtakanna fer fram í fjórða sinn dagana 20. til 23. apríl næstkomandi í tengslum við Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Hátíðin hefur nú hlotið nýtt nafn: UNGI – Sviðslistahátíð ASSITEJ. Hér með er kallað eftir íslenskum sýningum og smærri viðburðum á UNGA 2016. Öll nýlega frumsýnd íslensk verk sem hæfa yngri áhorfendum (0-18 ára) eru tekin til greina. Umsóknarfrestur er til 1. Mars 2016. Valnefnd mun fara yfir allar umsóknir og tilkynna um val sitt fyrir miðjan mars. ASSITEJ mun greiða sýningarlaun fyrir flytjendur verksins, bjóða upp á hentugt sýningarrýmiog grunn-tækniaðstoð. Ekki er hægt að greiða fyrir smærri viðburði en veittur er stuðningur við umsóknir um styrki ef það á við. Nánari upplýsingar hér.

#Ungi #sviðslistahátíð #2016 #assitej

Fylgstu með
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square