Dagskrá UNGA 2016! Veisla framundan


Sviðslistahátíð ASSITEJ fyrir unga áhorfendur er nú haldin í fjórða sinn og skartar nýju nafni: UNGI. Nafnið vísar ekki bara til þess að markhópur hátíðarinnar eru börn og ungmenni heldur einnig til heimilis og hjarta hátíðarinnar, sem hefur frá upphafi verið við tjörnina í Reykjavík – í Tjarnarbíói.

Hátíðin er haldin í tengslum við Barnamenningarhátíð í Reykjavík og fer fram frá miðvikudeginum 20. apríl til laugardagsins 23. apríl.

Sýningar og viðburðir

Viðburðir hátíðarinnar eru hvorki meira né minna en 30 talsins og er meirihluti þeirra opinn fyrir almenning. HÉR má lesa um alla viðburði, staðsetningar, tíma og hvaða aldurshópum þeir hæfa. Einnig eru allar upplýsingar um viðburði á heimasíðu Barnamenningarhátíðar.

Allir viðburðir UNGA eru ókeypis. Miða má nálgast klukkustund fyrir hvern viðburð á sýningarstað.

Skipuleggjendur eru sérstaklega stoltir af því í ár að bjóða upp á viðburði við hæfi breiðs hóps barna og fjölskyldna. Við bjóðum upp á sýningar sem henta allt frá ungabörnum til unglinga, námskeið og leiðsögn fyrir táknmálstalandi börn og danssýningu fyrir fjölfötluð börn. Erlendu sýningar hátíðarinnar eru þrjár og koma frá Þýskalandi, Noregi og Svíþjóð. Sannkölluð leikhúsveisla fyrir alla fjölskylduna framundan!

Samstarfsaðilar ASSITEJ og UNGA 2016 eru: Barnamenningarhátíð, Þjóðleikhúsið, Tjarnarbíó, Borgarleikhúsið, Listaháskóla Íslands og Norræna húsið.

Hlökkum til að sjá ykkur á UNGA 2016!

#Ungi #assitejiceland #festival #sviðslistahátíð #2016 #Ungi2016 #barnaleikhús #barnamenning

Fylgstu með
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square