Ný stjórn ASSITEJ á Íslandi kjörin á aðalfundi.


Þann 26. október síðastliðinn var haldinn aðalfundur ASSITEJ á Íslandi í Tjarnarbíói. Fundurinn var ákaflega vel sóttur og mikill áhugi á sviðslistum fyrir börn á Íslandi.

Á fundinum var ný stjórn kjörin en formaður ASSITEJ, Vigdís Jakobsdóttir, gaf ekki kost á sér aftur í stjórn. Við þökkum henni fyrir frábært starf sem formaður og óskum henni alls hins besta í nýju starfi sem listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík.

Átta voru í framboði um fimm sæti og þrjú varasæti.

Nýja stjórn ASSITEJ 2016-2017 skipa:

Agnes Wild, formaður

Lárus Vilhjálmsson, gjaldkeri Anna Bergljót Thorarensen

Tinna Grétarsdóttir

Þórhallur Sigurðsson

Aude Busson María Pálsdóttir Nick Candy

Agnes Wild tekur við sem formaður en Agnes hefur verið í stjórn ASSITEJ síðan 2014.

Nick Candy er nýr í stjórn og er hann boðin sérstaklega velkomninn til starfa.


Fylgstu með
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square