EGGIÐ


Gleðilegt ár!

2017 er ár EGGSINS hjá ASSITEJ.

Á síðasta ári var tekin sú ákvörðun um að gera UNGA, sviðslistahátíð ASSITEJ, að tvíæringi.

Á móti UNGA kemur EGGIÐ, röð viðburða fyrir fagfólk til að efla sviðslistir fyrir unga árhofendur.

Dagskráin okkar er stútfull af spennandi námskeiðum og viðburðum sem við erum spennt að fá að segja ykkur frá.

Fyrsti viðburður EGGSINS er Rýnikvöld í Þjóðleikhúskjallaranum mánudaginn 16. janúar kl. 20:00

Sýnt verður úr sviðsverkum fyrir unga áhorfendur sem hafa vakið mikla athygli á erlendri grundu og þau rædd.

Boðið verður uppá léttar veitingar.

Frítt er á viðburðinn og allir velkomnir.


Fylgstu með
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square