Köllum eftir viðburðum á UNGA - Sviðslistahátíð ASSITEJ 2018

Stjórn ASSITEJ á Íslandi er mikil ánægja að tilkynna að sviðslistahátíð samtakanna UNGI fer fram í fimmta sinn dagana 19. til 21. apríl næstkomandi í tengslum við Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Hátíðinni hefur svo sannarlega verið vel tekið undanfarin ár og hefur gestafjöldi farið allt upp í 2500. Við hlökkum því svo sannarlega til að blása til hátíðar í fimmta sinn.

Við erum að vinna í því að staðfesta þrjá erlenda hópa og valnefndin, sem fer yfir íslensku sýningarnar, mun senda frá sér ákvarðanir í lok mánaðarins. Auk þess verður haldin kvöldstund með fagfólki en upplýsingar um það munu koma þegar nær dregur.

Smærri viðburðir Auk hefðbundinna sviðsverka hefur sviðslistahátíð ASSITEJ boðið upp á smærri viðburði af ýmsu tagi á hátíðinni og bjóðum við félagmönnum okkar að senda einnig inn hugmyndir að slíkum viðburðum.

Viðburðir sem koma til greina eru m.a. sögustundir, vinnusmiðjur, leiklestrar, leikrænir gjörningar eða verk í vinnslu.

Til álita koma allir faglega unnir viðburðir sem eru ætlaðir börnum og ungmennum. Því miður getur ASSITEJ ekki greitt fyrir þessa viðburði en getum veitt aðstoð við að sækja um styrki.

Með umsókn skal fylgja:

  • Nafn leikhóps/listamanns og viðburðar.

  • Upplýsingar um aðstandendur

  • Lengd viðburðar.

  • Lýsing viðburðar.

  • Myndband eða nákvæm lýsing (ef ekki er hægt að sjá viðburðinn).

  • Ljósmynd/ir í góðri upplausn.

  • Stærð rýmis og tæknikröfur. Uppsetningar- og niðurtökutími ef á við.

  • Fjöldatakmakanir áhorfenda/þátttakenda ef á við.

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur er til 21. febrúar 2018.

Umsóknir sendist á netfangið: ungifestival@gmail.com

Fyrirspurnum svarar framkvæmdastjóri hátíðarinnar; Aude Busson á ungifestival@gmail.com

Með hlýjum kveðjum og óskum um gott samstarf!

F.h. stjórnar ASSITEJ á Íslandi; Aude Busson


Fylgstu með
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square