UM ASSITEJ

Hvað er ASSITEJ?

ASSITEJ eru alþjóðleg samtök sviðslistafólks sem gerir leikhús fyrir börn og ungt fólk.

 

Hvað þýðir ASSITEJ?

Nafnið er skammstöfun á franska heiti samtakanna sem er: Association Internationale du Théâtre pour l'Enfance et la Jeunesse. 

 

Hvert er hlutverk ASSITEJ?

Hlutverk ASSITEJ á Íslandi er að standa vörð um sviðslistir fyrir unga áhorfendur og styðja við listafólk sem starfar á þeim vettvangi.

 

 

Hvað gerir ASSITEJ á Íslandi?
Samtökin beita sér fyrir samstarfi og samskiptum listafólks og leikhúsa  innanlands sem utan og stuðla þannig að listrænni þróun. Sviðslistahátíðin UNGI gegnir þar lykilhlutverki.

 

Hvað með ASSITEJ á alþjóðlegum vettvangi?

Samtökin eru með starfsemi í hátt í 90 löndum í öllum heimsálfum. Þau gegna lykilhlutverki við að efla og auka aðgengi að sviðlistum fyrir unga áhorfendur. 

 

Nánari upplýsingar um starfsemi samtakanna á heimsvísu má nálgast á heimasíðu þeirra: www.assitej.international.org 

 

 

Stjórn ASSITEJ Ísland 2017/2018:
 

Agnes Wild, formaður
Lárus Vilhjálmsson, gjaldkeri

Þórhallur Sigurðsson

Anna Bergljót Thorarensen

Nick Candy 
Aude Busson 
Greta Clough

Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir 
 

Stjórn ASSITEJ Ísland 2015/2016:
 

Vigdís Jakobsdóttir, formaður
Lárus Vilhjálmsson, gjaldkeri

Þórhallur Sigurðsson

Agnes Wild

Tinna Grétarsdóttir


Anna Bergljót Thorarensen 
Aude Busson 
María Pálsdóttir