UNGI - sviðslistahátíð ASSITEJ 2016 


UNGI - fjórða sviðslistahátíð ASSITEJ fór fram dagana 20.-23. apríl 2016.

 

Allir viðburðir hátíðarinnar voru ókeypis. Miða var hægt að nálgast klukkutíma fyrir sýningu á hverjum sýningarstað.

 

Upplýsingar um sýningar og viðburði má finna hér fyrir neðan en með því að smella hér má nálgast lista yfir viðburði í tímaröð. 

 

Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru Barnamenningarhátíð, Þjóðleikhúsið, Tjarnarbíó, Borgarleikhúsið, Norræna húsið, Klassíski listdansskólinn og listkennsludeild LHÍ. Hátíðin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sumargjöf, Barnamenningarhátíð, Reykjavíkurborg, samfélagssjóði Landsbankans, Bergsson mathúsi og Norsk-íslenska menningarsjóðnum.

 

 

 

 

Sýningar á UNGA 2016:

Vera og vatnið
(bíbí og blaka)

25 mín + leiktími (2-5 ára) 
Vera og vatnið er glæný sýning hópsins bíbí og blaka (Skýjaborg, Fetta Bretta). Við kynnumst verunni Veru og fylgjumst með tilraunum hennar og upplifunum í veðri og vindum. Sýningin er 25 mínútur að lengd, en við sýningartíma bætist leikstund þar sem börnin fá að skoða leikmyndina og hitta veruna Veru.

Kynningarmyndband um sýninguna má sjá hér.

 

SÝNINGARSTAÐUR:
Tjarnarbíó

TÍMAR:
Miðvikudagur 20. apríl kl.10:00 Skólasýning
Miðvikudagur 20. apríl kl.14:00 Skólasýning

Fimmtudagur 21. apríl kl.13:00 Almenn sýning

Hvítt
(Gaflaraleikhúsið)

30 mín (1 árs+)

Áhorfendur er boðnir velkomnir á stað þar sem allt er hvítt. Þetta er heimur sem glitrar, glansar og skín á nóttunni og er fullur af fuglasöng og fuglahúsum. Heimurinn er bjartur, skipulagður og hvítur, En uppi í trjánum er ekki allt hvítt. Litirnir birtast. Fyrst rauður...svo gulur...svo blár. Hvítt er leikandi létt og afar sjónræn sýning fyrir ung börn.

 

 

SÝNINGARSTAÐUR:
Kúlan, Þjóðleikhúsinu

TÍMAR:
Laugardagur 23. apríl kl.11:00 Almenn sýning
Laugardagur 23. apríl kl.13:00 Almenn sýning 

 

Trashedy
(Performing Group(DE))

50 mín (10 ára+) 
Hversu marga plastbolla notar þú yfir ævina? Kraftmikil og stórskemmtileg sýning um mikilvægt málefni. Dans, teiknimyndir, hljóðbrellur og hárbeittur húmor. Þessi framsækni leikhópur frá Þýskalandi fær börn sem fullorðna til þess að ígrunda neysluvenjur sínar og skaðleg áhrif þeirra á umhverfið. Sýningin fer fram á íslensku og ensku.

 

 

SÝNINGARSTAÐUR:
Tjarnarbíó

TÍMAR:
Fimmtudagur 21. apríl kl.16:00 Almenn sýning
Föstudagur 22. apríl kl.10:00 Skólasýning 

Föstudagur 22. apríl kl.12:00 Skólasýning

Hvalurinn sem var aleinn
(Teater Martin Mutter (SE))

30 mín. (3-5 ára) 
Einhvers staðar í úthöfunum syndir stór gamall hvalur. Aleinn. Í áraraðir hefur hann synt um og sungið, hrópað, beðið svars. En enginn svarar. Þessi einmana hvalur syngur á sínu eigin tungumáli, tungumáli sem enginn annar hvalur skilur. Stórt dýr og stórar tilfinningar í pínulítilli sýningu um einmanaleikann. Sjónræn og ljúfsár sýning með fallegum vatnshljóðum fyrir þriggja ára og eldri. Sýningin fer fram á sænsku og íslensku.
 

 

STAÐSETNING:
Þjóðleikhúskjallarinn

TÍMAR:
Föstudagur 22. apríl kl.09:30 Skólasýning
Föstudagur 22. apríl kl.11:00 Skólasýning

Laugardagur 22. apríl kl.12:00 Almenn sýning

Hamlet litli
(Borgarleikhúsið)

60  mín. (10 ára+)

Þegar Hamlet litli missir föður sinn er hann harmi sleginn og fer að haga sér stórfurðulega. Ekki batnar það þegar mamma hans ætlar örfáum dögum eftir útförina að giftast bróður pabba hans – og bróðirinn hefur örugglega eitthvað óhreint í pokahorninu. Óbærilegt verður þó ástandið þegar bestu vinir hans eru fengnir til að njósna um hann. Þau halda öll að hann sé að fara á límingunum. En hver myndi ekki fá að minnsta kosti vægt taugaáfall við þessar aðstæður?

 

Boðið er upp á sýninguna í samstarfi við Borgarleikhúsið.  

 

 

SÝNINGARSTAÐUR:
Borgarleikhúsið - litla svið

TÍMAR:
Fimmtudagur 21. apríl kl. 14:00

 

 

Barna-
söngleikjaspuni!

(Improv Ísland)

20-30  mín. (6 ára+)

Leikhópurinn Improv Ísland hefur sérhæft sig í að spinna sýningar á staðnum og hefur vakið mikla lukku með sýningar sínar að undanförnu. Hópurinn býður nú upp á 20-30 mínútna barnasöngleik sem er búinn til frá grunni í samstarfi við áhorfendur. Allt er skapað á staðnum; senurnar, lögin, textar og dansar. Undirleikari er Karl Olgeirsson. Áhorfendur koma með uppástungu að nafni á söngleik sem er ekki til og geta svo haft áhrif á persónusköpun leikaranna og framvindu söngleiksins. Þetta verður eitthvað!

 

SÝNINGARSTAÐUR:
Þjóðleikhúskjallarinn

TÍMAR:
Fimmtudagur 21. apríl kl. 14:00
Fimmtudagur 21. apríl kl. 15:00

 

Eldbarnið
(Möguleikhúsið)

60 mín (8 ára+) 

Eftir gríðarlega jarðskjálfta verður stórt eldgos og skömmu seinna steypist hraunstraumur ofan af hálendinu. Sólveig og móðir hennar verða að flýja upp í fjallshlíð, þaðan sem þær horfa á bæinn sinn fara undir hraun. Við tekur ný og gjörbreytt tilvera, flótti og leit að húsaskjóli.
 

 

 

SÝNINGARSTAÐUR:
Tjarnarbíó

TÍMAR:
Laugardagur 23. apríl kl. 14:00 Almenn sýning

Safarium
(Landing(NO))

30 mín.(fyrir börn með fötlun) 
Safarium er danssýning sem er samin sérstaklega fyrir börn með mikla hreyfihömlun og/eða aðra fötlun. Verkið er á mörkum þess að vera sýning, vinnusmiðja, rannsóknarstofa og safarí þar sem börnunum er boðið að kanna rými og hreyfingar með leiðbeinendum. Útgangspunkturinn er að upplifa heiminn í gegnum líkamlega nálgun, hvernig ólíkir líkamar mætast og hvernig líkamar mæta umhverfinu. Markmiðið er að veita áhorfendum/þátttakendum nýstárlega og einstaka reynslu og upplifun.

 

STAÐSETNING:
Norræna húsið

TÍMAR:
Föstudagur 22. apríl kl.09:30 Skólasýning
Föstudagur 22. apríl kl.11:00 Skólasýning

Föstudagur 22. apríl kl.14:30 Skólasýning
Föstudagur 22. apríl kl.16:00 Kynning fyrir fagfólk

Kúrudagur
(Handbendi / Old Saw)

30 mín (4-18 mánaða) 

Við ætlum að vera í rúminu í allan dag. Svo farðu í bestu náttfötin þín, gríptu uppáhalds leikfangið þitt, og skríddu inn í sængurvirkið til að leika - það er kúrudagur!

Kúrudagur er ný leikhúsupplifun fyrir börn sem eru ekki farin að ganga. Þar má sjá skemmtilegar brúður, taka þátt í leikjum og upplifa blíða frásögn. Það er líka nægur tími fyrir þig til að anda djúpt og kúra með barninu þínu, leyfa ímyndunaraflinu að færa ykkur í forsælu skógarins, upplifa lífið á skýi, og uppgötva hver býr í djúpum hafsins. 

 

Ath. takmarkaður miðafjöldi.

 

 

SÝNINGARSTAÐUR:
Tjarnarbíó
 

TÍMAR:
Laugardagur 23. apríl kl. 10:00 Almenn sýning
Laugardagur 23. apríl kl. 11:30 Almenn sýning

Aðrir viðburðir:

Píla Pína og opnun UNGA
(LA og ASSITEJ)

Skemmtidagskrá. 20 mín. (0-100 ára).

Píla Pína hefur skemmt fjölskyldum í samnefndri uppsetningu Leikfélags Akureyrar í Hofi í vetur en bregður sér nú til borgarinnar til þess að aðstoða við að setja UNGA 2016 - sviðslistahátíð fyrir unga áhorfendur.

 

Auk þess sem Píla Pína skemmtir mun verða farið stuttlega yfir dagskrá UNGA og hátíðin formlega sett. Allir hjartanlega velkomnir! Engir miðar nauðsynlegir.

 

 

 

 

STAÐSETNING:

Ráðhús Reykjavíkur

TIMI:
Fimmtudagur 21. apríl kl. 15:30 

 

Íslenski fíllinn á Brúðuloftinu
(Brúðuloftið - Þjóðleikhúsið)

Heimsókn baksviðs. 35 mín. (6 ára+))
Brúðulistamaðurinn snjalli Bernd Ogrodnik vinnur nú að nýrri sýningu sem verður frumsýnd í haust. Hann býður fólki að heimsækja Brúðuloftið og kynnast ferlinu við að setja upp heila brúðuleiksýningu. Sýningin heitir Íslenski Fíllinn og munu þeir félagar Bernd og Ayodele taka vel á móti ykkkur.

 

Mælst er til þess að öll börn séu í fylgd með fullorðnum. Dagskráin er ekki heppileg fyrir yngri en 6 ára.  Heimsóknin á Brúðuloftið  er í samstarfi við Brúðuheima og Þjóðleikhúsið.

 

Ath. því miður er aðgengi fyrir hreyfihamlaða takmarkaður á þennan viðburð. Vinsamlegast látið vita með því að senda póst á assitej.iceland@gmail.com ef þið þarfnist aðstoðar við að komast upp stiga.

 

 

STAÐSETNING:
Þjóðleikhúsið

TÍMAR:
Laugardagur 23. apríl kl. 13:00
Laugardagur 23. apríl kl. 14:00

Laugardagur 23. apríl kl. 15:00

Leikhópurinn Lotta skemmtir
(Leikhopurinn Lotta)

Söngdagskrá. 20 mín. (0-100 ára) 
Leikhópurinn Lotta fagnar 10 ára afmæli sínu í ár. Nokkrar af þekktustu persónum leikhópsins stíga fram og skemmta áhorfendum. Beint í kjölfarið er leikhúsball með Sunny Side Road þar sem leikhústónlistin dynur áfram. Allir hvattir til að mæta í búningum.

 

 

 

STAÐSETNING:
Tjarnarbíó

TÍMI:
Laugardagur 23. apríl kl. 16:00

 

Taktur, leikur, sirkus!
(Listasmiðja)

Listasmiðja. 80 mín. (8-10 ára)

Lærðu um leiklist, takt og sirkuslistir - allt í einni vinnusmiðju! Vinnusmiðjan endar svo á kynningu fyrir foreldra. Leiðbeinendur eru Nick Candy leikari og sirkuslistamaður, Elín Sveinsdóttir leikkona og Kristín Cardew tónlistarkona. 

 

Á námskeiðinu verður farið í skemmtilega leiki sem tengja saman tónlist, leiklist og sirkuslistir. 

 

Ath. námskeiðið er ætlað fyrir 8-10 ára. Ekki er heppilegt að yngri börn sæki námskeiðið. Takmarkaður sætafjöldi. 

 

STAÐSETNING:
Þjóðleikhúskjallarinn
TÍMI:
Laugardagur 23. apríl kl. 13:00

 

Leiksmiðja fyrir táknmálstalandi börn

Leiksmiðja og leiðsögn. 2 klst.+. (6-13 ára) 

Leiklistarsmiðja fyrir táknmálstalandi börn. Smiðjan er fyrir öll táknmálstalandi börn, bæði heyrnarlaus og heyrandi. Leiðbeinandi er Ástbjörg Rut Jónsdóttir (Adda Rut) leikhúslistakona, leiklistarkennari og táknmálstúlkur.

 

Í smiðjunni verður unnið með sköpunarkraft og leikgleði barnanna í gegnum ýmsa leiklistarleiki og spunaæfingar. Yfir hátíðina verður þátttakendum svo boðið upp á leiðsögn og kynningar á völdum sýningum hátíðarinnar á táknmáli.

 

Forskráning nauðsynleg með því að senda póst á: assitej.iceland@gmail.com

 

 

STAÐSETNING:
Tjarnarbíó

TÍMI:
Fimmtudagur 21. apríl kl. 10:00-12:00

 

Reynimelur 82
(Kati Kallio (FI))

Dansstuttmynd. 30 mín. (Alllur aldur) 
Frumsýning á glænýrri dansstuttmynd: Reynimel 82. Í myndinni er sögð saga af ungri stúlku sem getur ekki farið út vegna snjóstorms. Að myndinn koma nemendur Klassíska listdansskólans en leikstjórinn er finnska kvikmyndagerðarkonan Kati Kallio. Ungu dansararnir munu svara fyrirspurnum að sýningu lokinni.

 

Að lokinni frumsýningunni verður boðið upp á veitingar.

 

 

STAÐSETNING:
Tjarnarbíó

TÍMI:
Fimmtudagur 21. apríl kl.17:30

Leikhúsball
(Sunny Side Road)

45 mín. (0-100 ára)
Lokaviðburður UNGA - alþjóðlegrar sviðslistahátíðar ASSITEJ fyrir unga áhorfendur er leikhúsball í Tjarnarbíó með hinni frábæru hljómsveit Sunnyside Road. Allri fjölskyldunni er boðið að koma og dansa við þekkt lög úr leiksýningum. Endilega mætið í búning. Hvaða persóna verður þú á ballinu? Allir velkomnir!


 

STAÐSETNING:
Tjarnarbíó

TÍMI:
Laugardagur 23. apríl kl. 16.30
(Beint á eftir Leikhópnum Lottu)