UNGI - sviðslistahátíð ASSITEJ 2018 


Fimmta sviðslistahátíð ASSITEJ verður haldin dagana 19.-22. apríl 2018.

Allir viðburðir hátíðarinnar eru ókeypis. Miða er hægt að nálgast klukkutíma fyrir sýningu á sýngastöðum.

Upplýsingar um sýningar og viðburði má finna hér fyrir neðan en með því að smella hér má nálgast lista yfir viðburði í tímaröð. 

Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru Barnamenningarhátíð, Þjóðleikhúsið, Tjarnarbíó, Borgarleikhúsið, Dansgarðurinn og listkennsludeild LHÍ. Hátíðin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Barnamenningarhátíð, Reykjavíkurborg, Írskt kultur fond,  Nordic culture point og Margt smátt.

 

Sýningar á UNGA 2018:

Fjaðrafok
(bíbí og blaka)

25 mín + leiktími (18 mán+) 
Tveir litlir ungar leita að vængjum sínum til að geta flogið af stað. Áhorfendum er boðið í ferðalag með þessum litlu ungum þegar þeir kanna umhverfi sitt í fyrsta sinn og læra að fjúga. Sagan er sögð með húmor og einlægni og blandar saman dansi, loftfimleikum og lifandi tónlist í ævintýralegri sýningu fyrir unga áhorfendur. Fjaðrafok er samstarfsverkefni Bíbí & Blaka og írska sirkúshópsins Fidget Feet. Sýningin blandar saman lifandi tónlistarflutningi Jym Daly í samspili við hljóðmynd Sólrúnar Sumarliðadóttur. Fyrir sýningu verður áhorfendum boðið í föndurstund þar sem að börnin geta búið til sínar eigin fuglagrímur. Fjaðrafók er sírkús og dans sýning fyrir átján mánaða og eldri.
 

SÝNINGARSTAÐUR:
Tjarnarbíó

TÍMAR:
Fimmtudagur 19. apríl kl.11:00 
 

Lazuz

60 mín (7 ára+)

Lazuz, sem þýðir ,,að hreyfa” á hebresku, er samstarf á milli akróbata og jögglara. Þegar þeir reyna að vinna saman uppgötva þeir að það er ekki eins einfalt og það virðist í fyrstu. Þeir dansa á milli samvinnu og átaka, reyna ,,að hreyfa” hvorn annan og ýta hinum út fyrir þægindarammann. Samspil þeirra er oft fyndið, stundum vandræðalegt en alltaf spennandi og úr verður óvæntur og sérstæður samruni.

Listamenn: Itamar Glucksmann, Ron Beeri Tónlist:Mélie Paul-debuigne Ljósahönnun: Philip Carcamo Hljóðhönnun: Matthieu Pernaud Framkvæmdastjórn: Cécile Imbernon La chouette diffusion Listrænn ráðgjafi: (PACT) Christian Coumin Ljósmyndir: Jonatan Agami / Christoffer Collina / Karl Ekstrom

 

SÝNINGARSTAÐUR:
Tjarnarbíó

TÍMAR:
Fimmtudagur 19. apríl kl.16:00 

Á eigin fótum 
(Miðnætti)

40 mín (2 ára+) 
Á eigin fótum fjallar um Ninnu, sex ára uppátækjasama stelpu. Ninna sem býr í Reykjavík á millistríðsárunum, er send ein í afskekkta sveit sumarlangt. Nýju heimkynnin eru henni framandi og umhverfið alger andstæða þess sem hún þekkir. Erfiðar aðstæður, ofsaveður og einmanaleiki reyna á Ninnu, sem óttast mest að hitta foreldra sína aldrei aftur, en með forvitni og hugrekki eignast hún nýja vini og lærir að standa á eigin fótum.

Tónlist leikverksins er frumsamin og verður í lifandi flutningi í sýningunni sem er afar sjónræn og ekki bundin við tungumál.

Eftir leikhópinn Miðnætti í samstarfi við Lost Watch Theatre.

SÝNINGARSTAÐUR:
Tjarnarbíó

TÍMAR:

Laugardagur 21. apríl kl.11:00 

Ég get
(Þjóðleikhúsið, Kúlan)

35 mín (2 ára+) 


Ég get er ljóðræn leiksýning eftir Peter Engkvist, fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar. Við kynnumst tveimur litlum manneskjum sem eru að æfa sig í að vinna saman. Þær leika sér saman, prófa sig áfram og komast að því hvað gerist þegar forsendum í leiknum er breytt. Skemmtileg leikhúsupplifun fyrir börn sem eru að læra á heiminn. Ég get er sýning fyrir 2 ára og eldri. Leikstjóri sýningarinnar er Björn Ingi Hilmarsson og leikarar eru þau María Thelma Smáradóttir og Stefán Hallur Stefánsson. Búninga hannar Leila Arge. Leikmynd Högni Sigurþórsson. Hljóðmynd Kristinn Gauti Einarsson og lýsingu Hermann Karl Björnsson.

SÝNINGARSTAÐUR:
Kúlan, Þjóðleikhúsið

TÍMAR:

Laugardagur 21. apríl kl 13:00

Laugardagur 21. apríl kl 15:00

Pétur og úlfurinn
(Brúðuloftið, Þjóðleikhúsið)

45 mín. (2 ára+) 
Þessi undurfallega sýning hefur notið mikilla vinsælda allt frá frumsýningu. Hún hefur verið sýnd í Þjóðleikhúsinu, sett upp með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ferðast um Ísland og víða um heim. Rússneska tónskáldið Sergei Prokofiev samdi verkið í þeim tilgangi að kynna ungum áhorfendum klassíska tónlist og hin ýmsu hljóðfæri. Með handunnum trébrúðum sínum og töfrabrögðum brúðuleikhússins sýnir Bernd Ogrodnik okkur þetta skemmtilega verk á hrífandi hátt. 

Sýningin er samstarfsverkefni Brúðuheima og Þjóðleikhússins. Leikgerð, brúðugerð, brúðustjórnun og leikmynd: Bernd Ogrodnik Hljóðvinnsla: Ari Baldursson Búningar: Helga Björt Möller

 

STAÐSETNING:
Brúðuloftið, Þjóðleikhúsið

TÍMAR:

Laugardagur 21. apríl kl.13:00 

Laugardagur 21. apríl kl.15:00 

Oddur og Siggi
(Þjóðleikhúsið, Kassinn)

45 mín.(10 ára+) 
Oddur og Siggi hafa verið bestu vinir í 10 ár og bjóða okkur í veislu þar sem þeir fagna áratuga vinskap sínum og skemmta okkur eins og þeim einum er lagið. Þeir rifja upp ýmislegt úr sinni vinskapartíð. 
Grunnskólaárin eiga að vera skemmtilegur tími, ekki satt? En það getur orðið flókið að eiga vini. Stundum verulega flókið. Þá getur verið gott að búa sér til sinn eigin draumaheim, til að komast burt úr veruleikanum. En maður getur víst ekki alltaf verið þar, eða hvað? 
Oddur og Siggi er skemmtileg og hjartnæm sýning, sem getur aukið meðlíðan og skilning, þar sem er fjallað af einlægni og húmor um flókin samskipti í heimi skólabarna.

STAÐSETNING:
Þjóðleikhúsið

TÍMAR:

Sunnudagur 22. apríl kl.13:00 
Sunnudagur 22. apríl kl.15:00 

Aðrir viðburðir:

Leiklistar- námskeið
(Börn kenna börnum)

Leiklistarnámskeið. 2 tímar. (8-14 ára).

2 tíma örnámskeið undir leiðsögn nemenda úr Leiklistarskóla Borgarleikhúsins. Farið verður í grunnþætti þess að leika með því að leika sér. Nemendur Leiklistarskólans munu leiða tveggja tíma vinnustofu og miðla reynslu sinni á skemmtilegan og skapandi hátt út á gólfi. Námskeiðið er ætlað börnum frá 8 til 14 ára. Umsjón: Vigdís Másdóttir skólastjóri Leiklistarskóla Borgarleikshússins.

STAÐSETNING:

Borgarstjórnarsal- Ráðhúsið

TÍMI:
Fimmtudagur 19. apríl kl. 11:30

Ókeypis er á alla viðburði UNGA. Það eina sem þarf að gera er að mæta tímanlega og tryggja sér pláss. Við opnum skráningu hálftíma fyrir hvert námskeið.

All events at UNGI are free. The only thing you need to do is to turn up in good time and register for the class. We open registration half an hour before every workshop.

Hvíldartónleikar
(Sóley)

Tónleikar 40 mín.

Þá er kominn tími til að láta öll menningarlegu ævintýrin leiða sig í veröld draumanna og leyfa sér að slaka á undir fögrum tónum tónlistarkonunnar Sóleyjar. Gestir Barnamenningarhátíðar geta hvílt sig í stutta stund á mjúkum dýnum í dempuðum ljósum. Opið öllum. Náið í miða klukkutíma fyrir sýningu í Tjarnarbíó.

 

STAÐSETNING:
Tjarnarbíó


TÍMI:
Laugardagur 21. apríl kl. 13:30

 

Opnunar athöfn
(Tjarnarbíó)

Opnunarhátíð UNGA (0-100 ára) 

Fögnum fimmta afmæli UNGA með dularfullum froskum frá danshópnum Blauba. Froskarnir munu hitta okkur við Ráðhúsið rétt fyrir kl 14 og fara með okkur í Tjarnarbíó, höll UNGA sviðslistarhátíðarinnar, þar sem verður boðið uppá drykk og sérstakar Unga blöðrur.

 

OPIÐ ÖLLUM

STAÐSETNING:
Tjarnarbíó

 

TÍMI:
Fimmtudagur 19. apríl kl. 14:00

 

María í skóla
(Austurbæjarskóli)

María í skóla.

Maria Jerez kemur frá Spáni og í eina viku eru börnin úr 4. bekk í Austurbæjarskóla að kenna henni íslensku. Hlutverkin snúast við: Börnin kenna, sá fullorðni nemur. Börnin eru ábyrg fyrir að finna aðferðir til að kenna fullorðinni manneskju. Með þessum hlutverkaskiptum er ekki verið að einblína á að valdastöður snúist við heldur er verið að skoða hvernig þessar nýju aðstæður eru viðkvæmar fyrir alla hluteigandi, hvernig hægt er að skapa rými óvissunar þar sem ekki er hægt að ná völdum eða finna lausnir á auðveldan átt.

Þetta verkefni mun eiga sér stað í Austurbæjarskóla að mestu leyti en Maria mun bjóða uppá á stutta spunasýningu á íslensku í lok vikunnar. Tími og staður verður auglýstur síðar.

Sirkusnámskeið
(Börn kenna börnum)

Sirkusnámskeið 60 mín. (7 ára+)

Námskeið í sirkuslistum fyrir byrjendur sem hafa áhuga á sirkus og sviðslistum. Sérstök áhersla er lögð á sirkusbrögð og hvernig við sýnum sirkusbrögð fyrir framan áhorfendur. Vinnusmiðjan verður leidd af nemendum úr Æskusirkus skólanum sem hefur æft og sýnt í mjörg ár. Þetta verður skemmtilegt og skapandi námskeið fyrir max 20 þátttakendur. 

STAÐSETNING:
Tjarnarbíó

TÍMAR:
Laugardagur 21. apríl kl. 15:00

Ókeypis er á alla viðburði UNGA. Það eina sem þarf að gera er að mæta tímanlega og tryggja sér pláss. Við opnum skráningu hálftíma fyrir hvert námskeið.

All events at UNGI are free. The only thing you need to do is to turn up in good time and register for the class. We open registration half an hour before every workshop.

Skynjunarhús
(Listkennsludeild LHÍ)

Skynjunarhús. (7 ára+) 

Nemendur við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands bjóða börnum og foreldrum þeirra að upplifa ferðalag um skynjunargöng. Viðburðurinn er hluti af meistaraverkefni við LHÍ, og eftir á býðst þátttakendum að skrúfa frá sköpunarkrananum í því listformi sem þeir kjósa sér. Fyrir börn 7 ára og eldri og foreldrar þeirra.

STAÐSETNING:
Þjóðleikhúskjallarinn

TÍMI:
Laugardagur 21. apríl

Skynjunarhús er sýnt á heila tímanum milli kl.13:00-16:00

Okeypis er á alla viðburði UNGA. Það eina sem þarf að gera er að mæta tímanlega og tryggja sér pláss. Við opnum skráningu hálftíma fyrir hvert námskeið.

All events at UNGI are free. The only thing you need to do is to turn up in good time and register for the class. We open registration half an hour before every workshop.