Assitej á Íslandi
Samtök sviðslistahópa og leikúsa fyrir unga áhorfendur
Helvetica Light is an easy-to-read font, with tall and narrow letters, that works well on almost every site.


Nýr vefur fyrir UNGA 2026 opnar í febrúar

UNGI 2026 fer fram dagana 23. - 26. apríl næstkomandi.
Hátíðin er einstaklega glæsileg að þessu sinni og verða 4 erlendar sýningar á hátíðinni auk 6 íslenskra sýninga.
Hátíðin er að þessu sinni með sterka norræna/baltneska nærveru og eru þrjár erlendu sýningarnar þaðan og í fyrsta skipti sýning frá Grænlandi.
UNGI mun einnig að þessu sinni vera með málþing og vinnustofur um sviðslistamenntun á Íslandi og bjóða upp á vinnustofu um sögumanninn og sviðið .
Við hlökkum því svo sannarlega til að blása til hátíðar í áttunda sinn!


-
ASSITEJ á Íslandi eru landssamtök Assitej International sem eru alþjóðleg samtök sviðslistafólks sem gera sviðslistir fyrir börn.
-
Samtökin beita sér fyrir samstarfi og samskiptum sviðslistafólks og leikhúsa innanlands sem utan og stuðla þannig að listrænni þróun barnaleikhúss.
Samtökin hafa verið starfrækt allt frá árinu 1990 og hefur haft það að markmiði að standa vörð um leikhús fyrir börn með því m.a. að efla samskipti sviðslistafólks sem starfar á þessum vettvangi á Íslandi og hvetja það til alþjóðlegs samstarfs.
Íslandsdeild samtakanna hefur m.a. staðið fyrir alþjóðlegum vinnusmiðjum, tekið þátt í norrænu samstarfi, sent fulltrúa á námskeið og vinnusmiðjur og hefur haft milligöngu um val á íslenskum sýningum á erlendar sviðslistahátíðir.
Kjarni starfseminnar hérlendis frá árinu 2013 hefur verið UNGI alþjóðleg sviðslistahátíð fyrir börn sem er haldin annað hvort ár. Hátíðin er sjálfstæð en haldin samhliða og í góðu samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Hátíðin hefur markað sér sess í menningarlífi borgarinnar.
Elegant Title
Heimilisfang
Hjarðarhagi 47
107 Reykjavík
Stjórn ASSITEJ
Formaður og framkvæmdastjóri
Lárus Vilhjálmsson
Stjórnarmeðlimir: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran, Þórhallur Sigurðsson og Emilía Antonsdóttir Crivello
Hafðu samband
Email: assitej.iceland@gmail.com


