top of page

Assitej á Íslandi
Samtök sviðslistahópa og leikúsa fyrir unga áhorfendur 

Residency Oslo.png
ungi_Cover.jpg
Ungi_FB_Profile.png

UNGI á Facebook 
 

Sviðslistahátíðin UNGI
25-27 apríl 
í Reykjavík
 

 

  • ASSITEJ eru alþjóðleg samtök sviðslistafólks sem gerir sviðslistir fyrir börn og ungt fólk.

  • Samtökin beita sér fyrir samstarfi og samskiptum listafólks og leikhúsa  innanlands sem utan og stuðla þannig að listrænni þróun. 

  • ASSITEJ eru félagasamtök

  • Einstaklingar, hópar og stofnanir geta verið með aðild að félagasamtökunum 

  • Hlutverk ASSITEJ á Íslandi er að standa vörð um sviðslistir fyrir unga áhorfendur og styðja við listafólk sem starfar á þeim vettvangi.

Samtökin 

ASSITEJ á Íslandi hefur verið starfrækt allt frá árinu 1990 og hefur haft það að markmiði að standa vörð um leikhús fyrir börn og ungt fólk með því m.a. að efla samskipti listafólks sem starfar á þessum vettvangi á Íslandi og hvetja það til alþjóðlegs samstarfs.  

Íslandsdeild samtakanna hefur m.a. staðið fyrir alþjóðlegum vinnusmiðjum, tekið þátt í norrænu samstarfi, sent fulltrúa á námskeið og vinnusmiðjur og hefur haft milligöngu um val á íslenskum sýningum á erlendar leiklistarhátíðir. 

Kjarni starfseminnar hérlendis frá árinu 2013 hefur verið UNGI árleg alþjóðleg sviðslistahátíð fyrir unga áhorfendur í Reykjavík. Hátíðin er sjálfstæð en haldin samhliða og í góðu samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Hátíðin hefur markað sér sess í menningarlífi borgarinnar. 

Ákveðið hefur verið að gera UNGA alþjóðlegu sviðslistahátíðina að tvíæringi og nýta milliárið til að byggja upp innra starf samtakanna og styðja við fagvettvanginn hérlendis. Það ár er kallað EGGIÐ

DSCF6759.JPG

20. mars er alþjóðlegi barnaleikhúsdagurinn. Við hvetjum alla til að fara í í leikhús og bjóða barni með sér. 

20mars 2020.png

Bjóðum börnum í leikhús

Stjórn ASSITEJ

Formaður og gjaldkeri: Lárus Vilhjálmsson 

 

Stjórnarmeðlimir: Aude Busson, Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran, Þórhallur Sigurðsson og Emilía Antonsdóttir Crivello

bottom of page