top of page
music.png


Hvíldartónleikar með Sigga&Ingibjörgu
Tjarnarbíó
Laugardaginn 27. apríl kl 15.00

 

Börnum og fjölskyldum býðst að hvíla sig, umvafin mjúkum tónum, blíðum söng og notalegum sögum frá tónlistarteyminu Sigga&Ingibjörgu. Á efnisskránni eru notaleg og hugljúf lög, sögur og alls kyns hljóð sem faðma líkama og sál. 


Áheyrendur geta komið sér vel fyrir og hlustað eða tekið þátt í tónlistarstundinni á eigin forsendum. 

 

Ingibjörg Fríða Helgadóttir er söngkona með fjölbreyttan bakgrunn og hefur lokið bæði klassísku og rytmísku söngnámi hér á landi, auk BA prófi í skapandi tónlistarmiðlun við LHÍ.
Síðustu ár hefur hún starfað sem söngkona, sungið í kórum og kammerhópum, jazz- og popphljómsveitum, sem söng- og tónlistarkennari og leitt skapandi tónlistarsmiðjur. Hún hefur gefið út tónlist fyrir börn jafnt sem fullorðna ásamt því að stýra vinsælum hlaðvarpsþáttum á RÚV (Þjóðsögukistan, Hvar erum við núna? og Í ljósi krakkasögunnar). Hún hlaut tilnefningu sem söngkona ársins í flokki djasstónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2024.
 

Sigurður Ingi Einarsson er slagverksleikari og tónlistarkennari.
Hann útskrifaðist af slagverksbraut frá Tónlistarskóla FÍH og seinna úr skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands. Sigurður hefur verið virkur við að spila allskyns stíla tónlistar, með hljómsveitum og í fjölbreyttum verkefnum. Einnig semur hann tónlist og gefur hana út undir nafninu SUÐUR. Hann hefur kennt tónlist, bæði í grunnskólum og tónlistarskólum, en einnig hefur hann leitt skapandi tónlistarsmiðjur.

 

Aðgangur er ókeypis
Hægt er að panta miða á ungipostur@gmail.com 
eða koma hálftíma fyrir sýningu og fá miða.
Her 

IMG_1853.jpg
bottom of page