Assitej á Íslandi
Samtök sviðslistahópa og leikúsa fyrir unga áhorfendur
Helvetica Light is an easy-to-read font, with tall and narrow letters, that works well on almost every site.

Stjórn ASSITEJ á Íslandi er mikil ánægja að tilkynna að UNGI 2026 fer fram dagana 23. - 26. apríl næstkomandi samhliða Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Hátíðinni hefur svo sannarlega verið vel tekið undanfarin ár og hefur gestum fjölgað ár frá ári. Hátíðin er að þessu sinni með sterka norræna/baltneska nærveru og eru erlendu sýningarnar þaðan. Eins verður haldið málþing og vinnustofur um sviðslistamenntun á Norðurlöndunum og Baltnesku löndunum. Við hlökkum því svo sannarlega til að blása til hátíðar í níunda sinn!
Sýningar og smærri viðburðir
Við óskum eftir sýningum frá sjálfstæðum leikhópum sem hafa verið frumsýndar frá 2023. Til að koma til greina þarf verkið að hafa verið sýnt af hópi fagfólks í sviðslistum, á opinberum vettvangi og upptaka af verkinu eða nákvæm lýsing þarf að vera til staðar.
Auk hefðbundinna sviðsverka hefur UNGI boðið upp á smærri viðburði, námskeið og uppákomur af ýmsu tagi á hátíðinni og bjóðum við félagsmönnum okkar að senda einnig inn hugmyndir að slíkum viðburðum.
Viðburðir sem koma til greina eru t.m.a. sögustundir, vinnusmiðjur, leiklestrar, leikrænir gjörningar eða verk í vinnslu unnir af fagfólki í sviðslistum sem eru ætlaðir börnum og ungum áhorfendum.
Með umsókn skal fylgja:
Nafn leikhóps/listamanns og viðburðar.
-
Upplýsingar um aðstandendur.
-
Lengd viðburðar.
-
Lýsing á viðburði.
-
Hlekkur á upptöku verksins eða nákvæm lýsing á viðburðinum.
-
Ljósmynd/ir í góðri upplausn.
-
Stærð rýmis og tæknikröfur. Uppsetningar- og niðurtökutími ef á við.
-
Fjöldi áhorfenda/þátttakenda ef á við.
Umsóknarfrestur er til
31. október 2025.
Umsóknir sendist á netfangið: ungifestival@gmail.com
Fyrirspurnum svarar:
Lárus Vilhjálmsson á ungifestival@gmail.com
Leiðarljós UNGA -
Sviðslistahátíðar Assitej fyrir börn og unga áhorfendur
* Að bjóða börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra upp á sviðslistahátíð á tveggja ára fresti þar sem boðið er upp á gott úrval innlendra og erlendra sýninga við þeirra hæfi.
* Að styrkja starfsemi íslenskra sviðslistahópa og leikhúsa sem gera sýningar fyrir börn með því að beina kastljósinu að því sem vel er gert og kynna verkefni þeirra innlendum áhorfendum, erlendum hátíðahöldurum og sviðslistafólki allstaðar úr heiminum.
* Að skapa tækifæri fyrir erlenda sviðslistahópa sem gera sýningar fyrir börn og unga áhorfendur til þess að sýna á Íslandi og skapa þannig faglegt samtal milli íslensks og erlends listafólks sem vinna að sviðslistum fyrir börn og unga áhorfendur.
* Að auka faglegan metnað og framboð á sviðslistum fyrir börn og unga áhorfendur á Íslandi.

Athugið að umsóknarfrestur til að skila inn á UNGA hefur verið framlengdur til 31. október
Umsókn

Association
ASSITEJ in Iceland has been operating since 1990 and has aimed to protect theater for children and young people by, among other things, promoting communication between artists who work in this field in Iceland and encouraging them to international cooperation.
The Icelandic branch of the association has organized international workshops, participated in Nordic cooperation, sent representatives to courses and workshops and has mediated the selection of Icelandic performances at foreign theater festivals.
The core of the activities in Iceland since 2013 has been UNGI, an annual international performing arts festival for young audiences in Reykjavík. The festival is independent but held in parallel and in good cooperation with the Children's Culture Festival in Reykjavík. The festival has marked its place in the cultural life of the city.
It has been decided to make the UNGA International Performing Arts Festival a biennial and to use the intervening year to build up the organization's internal work and support the professional scene in Iceland. That year is called the EGG

Let's invite children to the theater
Board of ASSITEJ
Chair: Agnes Wild
Treasurer: Lárus Vilhjálmsson
UNGA Executive Director: Aude Busson
Board members: Anna Bergljót Thorarensen, Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Helga Arnalds, Hrefna Lind Lárusdóttir, Nick Candy and Þórhallur Sigurðsson.



